Axel Jón Ellenarson

Ég hóf störf sem nemi í prentsmíð hjá Myndamótum/Morgunblaðinu í kjallara Morgunblaðshallarinnar í Aðalstræti árið 1992 og hef starfað sem prentsmiður og grafískur hönnuður allar götur síðan. Ég er félagi í FÍT, Félag íslenskra teiknara, frá árinu 2006 þegar ég sótti um inngöngu og þreytti hæfnispróf til að mega nota starfsheitið grafískur hönnuður. Einnig sem ritstjóri og blaðamaður ásamt því að veita fjölbreytta ráðgjöf í framsetningu á fjölmiðla- og kynningarefni.

Í mínu starfi er krafist góðrar skipulagshæfni og hef ég skipulagt útgáfur, stórar sem smáar, og fjölbreytt verkefni þeim tengdum og lært að þekkja gott samspil texta og ljósmynda við framleiðslu á fjölmiðlaefni; fréttum, fréttabréfum, tímaritum, fréttavefum, dagblöðum, ársskýrslum o.þ.h. Hægt er að lesa nánar um starfsferilinn minn hér.