Axel Jón Ellenarson

Ég hóf störf sem nemi í prentsmíð hjá Myndamótum/Morgunblaðinu í kjallara Morgunblaðshallarinnar í Aðalstræti árið 1992 og hef starfað sem prentsmiður og grafískur hönnuður allar götur síðan. Ég er félagi í FÍT, Félag íslenskra teiknara, frá árinu 2006 þegar ég sótti um inngöngu og þreytti hæfnispróf til að mega nota starfsheitið grafískur hönnuður. Einnig hef ég reynslu af skrifum í fjölmiðla, aðallega á vefi núna í seinni tíð ásamt því að veita fjölbreytta ráðgjöf í framsetningu fjölmiðla- og kynningarefnis.

Í mínu starfi er krafist góðrar skipulagshæfni og hef ég skipulagt útgáfur og fjölbreytt verkefni þeim tengdum og lært að þekkja gott samspil texta og ljósmynda við framleiðslu á fjölmiðlaefni; fréttum, fréttabréfum, tímaritum, fréttavefum, dagblöðum, ársskýrslum o.þ.h. Hægt er að lesa nánar um starfsferilinn minn hér.