Axel Jón Ellenarson

Ég hóf störf sem nemi í prentsmíð á Morgunblaðinu hjá Myndamótum í kjallara Morgunblaðshallarinnar í Aðalstræti 1991 og hef starfað sem prentsmiður, grafískur hönnuður og blaðamaður allar götur síðan. Ég hef starfað við almannatengsl síðari ár og veitt fjölbreytta ráðgjöf í framsetningu á fjölmiðla- og kynningarefni. Þá hef ég starfað sem ritstjóri, myndritstjóri, fréttaljósmyndari og blaðamaður á ýmsum vefmiðlum, tímaritum og dagblöðum.

Í mínu starfi er krafist góðrar skipulagshæfni og hef ég skipulagt útgáfur, stórar sem smáar, og verkefnum þeim tengdum við framleiðslu á fjölmiðlaefni; fréttum, fréttabréfum, tímaritum, fréttavefum og dagblöðum. Hægt er að lesa nánar um starfsferilinn minn hér.