Þess vegna vil ég taka þátt

Alþingiskosningar 2021

Ég hef áhuga á að bjóða mig fram fyrir Samfylkinguna vegna þess að íslenskt samfélag þarf að bæta. Við þurfum saman að bæta kjör almennings, auka jöfnuð í samfélaginu, má út mörk öfga ríkra og fátækra, beita okkur fyrir því að eldri kynslóðir geti notið síðasta ævikvöldsins og unga fólkið okkar njóti jafnra möguleika til náms og heilbrigðis.

Fátækt á íslandi er ólíðandi og við getum saman unnið að því að ekkert barn, engin manneskja, hér á landi þurfi aðstoð til að geta átt fyrir mat og lifað í öruggu húsnæði. Lifað í jöfnu samfélagi.

Ég ólst sjálfur upp í fátækt og átti góða foreldra sem gerðu hvað þau gátu til að sjá börnum sínum farborða og koma þeim heilum út í lífið. Húsnæði var slæmt þar sem við systkynin ólumst upp í bæjarblokkum innan um silfurskottur og kakkalakka. Foreldrar okkar, sem betur fer, hugsuðu eins vel og hægt var um okkur. Faðir minn var verkamaður og móðir mín handavinnukona. Reynsla æskuáranna mótuðu mig og skapaðist í mér sterk réttlætiskennd fyrir þeim sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Oft á tíðum gott og greint fólk sem gat ekki notið menntunar vegna fátæktar.

Þegar ég eltist og komst á fullorðinsár, kynntist konunni minni og saman eignuðumst við börnin, fór ég betur að átta mig á erfiðleikunum sem við sem þjóð glímum við. Því fátækt og þeir erfiðleikar sem þeim fylgja er alls ekki meitlað í stein né í blóð borin heldur afstaða stjórnvalda til þessara mála. Við þurfum fleiri að bætast við í þessa baráttu fyrir jöfnuði.

Þess vegna vil ég leggja mitt að mörkum að jafnara samfélagi.

Axel Jón Ellenarson