Starfsferill

2020 –
Samskiptastjóri og ritstjóri – Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu
Í starfinu felst ritstjórn, greina- og fréttaskrif á vef og í Tímarit Sameykis, umsjón með samfélagsmiðlum og samskiptum við fjölmiðla. Hönnun tímarits og annars útgefins efnis auk ljósmyndunar.

2017 – 2020
Grafískur hönnuður – Icewear
Hönnun auglýsinga, gerð birtingaáætlana, textagerð og vöruljósmyndun. Umsjón með hönnun á verslunum, bæði innra og ytra útliti þeirra. Skipuleggja og hanna markaðsherferðir í gegnum fjölmiðla og samfélagsmiðla hérlendis og erlendis. Umsjón með textaskrifum og markaðsefni auk þýðinga. Fókus á leitarvélabestun í textagerð í stað keyptra lykilorða með Google Analytics.

2015 – 2017
Kynningarfulltrúi – Cohn&Wolfe Íslandi
Fjölmiðlasamskipti og vöktun ýmissa umræðna um þjónustu viðskiptavina. Starfið byggðist á textaskrifum og svörun á samfélagsmiðlum, samskipti við viðskiptavini, fjölmiðla ofl. Umsjón með samskiptum við birgja vegna framleiðslu auglýsinga fyrir blöð, tímarit og vefi. Umsjón með greiningum á vefum og samfélagsmiðlum (Google Analytics).

2013 – 2015
Ráðgjafi – sjálfstætt starfandi
Sjálfstætt starfandi almannatengill, ráðgjafi og grafískur hönnuður. Verkefnin fólust í ráðgjöf til fyrirtækja og stofnana, t.d. vefumsjón, umsjón með samfélagsmiðlum, textagerð fyrir markaðsefni og greina- og fréttaskrif til birtingar í fjölmiðlum.

2007 – 2013
Framleiðslustjóri – Viðskiptablaðið
Umsjón með skipulagningu og útgáfu Viðskiptablaðsins, Fiskifrétta ásamt aukablöðum með kröfu um sparnað, útsjónarsemi og gæða að leiðarljósi. Framleiðslustjóri bar einnig ábyrgð á starfsmannamálum; ljósmyndurum, prófarkalesurum og lausapennum. Auk þess hafði framleiðslustjóri umsjón með umbroti og hönnun og öllu öðru útliti útgáfunnar hjá fyrirtækinu.

2004 – 2007
Útgáfustjóri – Elísa Guðrún ehf.
Umsjón með útgáfu og rekstri: Tímaritið Hestar, Lifandi vísindi, Bo Bedre, Sagan. Skrifaði greinar og fréttir úr heimi hestamennsku, vísinda og sögu ásamt umsjón með þýðingum efnis og útliti tímaritanna sem gefin voru út og prentuð hér á landi. Náin samskipti við danska útgáfurisann Bonnier.

2000 – 2004
Gæðastjóri – FÍTON auglýsingastofa
Gæðastjóri bar ábyrgð á að öll verk sem auglýsingastofan sendi frá sér væru í lagi fyrir birtingar í prentmiðlum, sjónvarpi og vefmiðlum. Þróaði og innleiddi verkferla til að viðhalda gæðastöðlum vegna verkefna; herferða, auglýsinga til birtingar á vefum, á prenti og í myndböndum. Bar ábyrgð á að fara yfir texta, hönnun og stafrænu efni áður en það var sent viðskiptavinum endanlega.

1991 – 2000
Prentsmiður – Morgunblaðið
Á Morgunblaðinu starfaði ég á mörgum deildum blaðsins; auglýsingadeild, layoutdeild og ljósmyndadeild. Þar fékk ég einnig að skrifa mínar fyrstu blaðagreinar sem birtust í blaðinu um framandi ferðalög.