Ég hef starfað innan íslenskra fjölmiðla, hönnunar og almannatengsla í rúma þrjá áratugi. Ferillinn hófst á Morgunblaðinu árið 1991 og hefur leitt mig í fjölbreytt störf sem blaðamaður, ritstjóri, myndritstjóri, blaðaljósmyndari, grafískur hönnuður og ráðgjafi. Árið 2013 fór ég að færa mig yfir í ráðgjöf og almannatengsl fyrir stofnanir og fyrirtæki. Þessi blanda af víðtækri reynslu hefur skapað mér grunn fyrir faglegri nálgun á miðlun og framsetningu efnis af ýmsu tagi. Í dag stunda ég nám við Háskólann á Bifröst, Miðlun og almannatengsl BA, meðfram vinnu.
Hægt er að lesa nánar um starfsferilinn minn hér.